Endurútgáfa krónubréfa ólíkleg

mbl.is

Krónubréf að nafnvirði 15 milljarðar króna að viðbættum vöxtum falla á gjalddaga í þessari viku. 5 milljarða króna útgáfa Toyota gjaldfellur á föstudaginn sem og 10 milljarða króna útgáfa Þróunarbanka Ameríkuríkja.

Hingað til hefur þeim krónubréfum sem fallið hafa á gjalddaga oftast nær verið mætt með nýrri útgáfu í grennd við gjalddagann. Ólíklegt er hinsvegar að það gerist nú þar sem væntur ávinningur af útgáfu krónubréfa hefur dregist verulega saman í kjölfar þess að helsti drifkraftur útgáfunnar, mikill vaxtamunur hefur þurrkast út á gjaldmiðlaskiptamarkaði, að því er segir í Morgunkorni Glitnis.

„ Lítið framboð á erlendu lánsfé hefur valdið því að vaxtamunur við útlönd á þessum markaði er orðinn lítill sem enginn og raunar neikvæður á stystu samningunum. Á meðan þetta ástand varir má búast við því að lítið verði um nýjar útgáfur krónubréfa en engin krónubréf hafa verið gefin út hér á landi síðan í lok febrúar," samkvæmt Morgunkorni Glitnis.

Lítið um gjalddaga í sumar

„Frá því að vaxtamunurinn strokaðist út á gjaldmiðlaskiptamarkaði í byrjun ársfjórðungsins hefur verið lítið um stóra gjalddaga krónubréfa en alls gjaldfalla 33 ma.kr. á þessum ársfjórðungi. Tæplega helmingur þeirrar upphæðar, 15 ma.kr. að viðbættum vöxtum, gjaldfellur á föstudag sem fyrr segir. Við þær aðstæður sem nú ríkja á gjaldmiðlaskiptamarkaði er ekki hægt að framlengja bréfunum og má því segja að það hafi verið krónunni til happs að engir stórir gjalddagar krónubréfa hafi verið frá því að vandræðanna fór að gæta og útflæði gjaldeyris af þeim sökum því lítið, samkvæmt Morgunkorni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka