Verð á hráolíu komst í dag í 139,89 dali á markaði í New York, sem er nýtt met. Þetta gerist þrátt fyrir að Sádi-Arabar hafi um helgina lýst því yfir að þeir ætli að auka olíuframleiðslu.
Sérfræðingar segja, að tilkynning Sáda nægi ekki til að létta þrýstingi af olíuverðinu og hafi lítil áhrif á langtímaspár, sem gera ráð fyrir aukinni eftirspurn.