Gengi krónunnar hefur veikst lítillega það sem af er degi en gengisvísitalan var 159,15 stig við opnun markaða en er nú 159,35 stig. Krónan styrktist lítillega við opnun en hefur síðan veikst. Veltan á millibankamarkaði er komin í 8,9 miljarða króna.
Gengi Bandaríkjadals er nú 80,05 krónur en lokagildi dals hefur ekki farið yfir 80 krónur síðan í september 2003, samkvæmt upplýsingum frá gjaldeyrisborði Glitnis. Bandaríkjadalur hefur hins vegar farið yfir 80 krónur á þessu tímabili innan dags.
Evran er 123,95 krónur og pundið 156 krónur.