Gengi krónunnar lækkar um 1,98%

mbl.is

Gengi krónunnar hefur lækkað um 1,98% það sem af er degi og skuldatryggingaálag íslensku bankanna hefur hækkað umtalsvert að undanförnu. Gengi Bandaríkjadals er nú 81,45 krónur, pundið er 159,40 krónur og evran 126,20 krónur. Samkvæmt frétt Reuters skýrist hækkun skuldatryggingaálagsins af áhyggjum fjárfesta á stöðu íslensku bankanna.

Gengisvísitalan stóð í 159,15 stigum við upphaf viðskipta í dag og er nú 162,30 stig. Veltan á millibankamarkaði er komin í 32 milljarða. 

Í frétt Reuters kemur fram að fjárfestar hafi haft áhyggjur af stöðu íslensku bankana allt frá því lánsfjárkreppan hófst og á möguleikum Seðlabanka Íslands til þess að takast á við erfiðleika á fjármálamörkuðum.

„Þetta eru aðallega áhyggjur af hlutabréfum banka og fjármálafyrirtækja," segir Carl Hammer, sérfræðingur SEB bankanum í Stokkhólmi.

Samkvæmt frétt Reuters var tryggingaálagið á skuldabréf til fimm ára hjá Kaupþingi og Glitni um 600 punktar í dag en var 200-300 punktar fyrir mánuði síðan. Hins vegar hafi það verið um 1.000 punktar í lok mars.

Fram kemur að gengi krónunnar hafi ekki verið jafn lágt gagnvart evru síðan í lok mars og svipaða sögu sé að segja af stöðu krónunnar gagnvart Bandaríkjadal.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK