Gengislækkun getur þýtt verðhækkanir

mbl.is

Of snemmt er að segja til um hvort gengislækkun krónunnar nú verði varanleg og hafi áhrif á verðlag en verðbólga jókst mjög mikið í kjölfar veikingar krónunnar í mars þar sem verð innfluttra vara hækkaði hratt.

Gengisvísitala íslensku krónunnar lokaði í 164,7 stigum í dag og er það í fyrsta skipti sem vísitalan lokar yfir 160 stigum. Hæst fór vísitalan áður í tæplega 165 innan dags 19. mars en styrktist á ný og lokaði í rúmum 157 vísitölustigum. Krónan hefur aldrei verið veikari á mælikvarða gengisvísitölunnar, að því er segir í Vegvísi Landsbankans.

„Mikið flökt hefur verið á krónunni það sem af er öðrum ársfjórðungi. Krónan styrktist í kjölfar stýrivaxtahækkana Seðlabankans í lok mars og byrjun apríl. Styrkingin stóð hins vegar stutt yfir og veiktist krónan aftur þegar áhyggjur af getu Seðlabankans til að styðja við fjármálakerfið jukust vegna lítils gjaldeyrisforða hans og mikillar starfsemi bankanna í erlendri mynt.

Krónan tók tvívegis við sér, fyrst þegar tilkynnt var um gjaldmiðlaskiptasamninga við norræna seðlabanka og aftur þegar Alþingi samþykkti að veita ríkinu heimild til lántöku til þess að auka gjaldeyrisforða Seðlabankans og bæta vaxtamyndun á skuldabréfamarkaði með útgáfu ríkisbréfa," að því er segir í Vegvísi Landsbankans. 

Engar augljósar skýringar á veikingu

Í Hálf fimm fréttum Kaupþings kemur fram að frá áramótum hefur  gengisvísitalan  lækkað um 37% og sömuleiðis hefur krónan veikst um rúm 40% gagnvart evru sem er sögulegt hámark. Eins og fram kom í hálffimm fréttum fyrr í vikunni eru engar augljósar skýringar á þessari miklu veikingu síðustu daga. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK