Verðbólga vekur áhyggjur í Bretlandi

Englandsbanki
Englandsbanki Reuters

Fjármálaráðherra Bretlands, Alistair Darling, varaði við því í dag að fyrirtæki hækkuðu laun starfsmanna til þess að mæta auknum neyslukostnaði þar sem það yrði sem olía á verðbólgubálið. Ekki þykir ólíklegt að Englandsbanki hækki stýrivexti á næsta vaxtaákvörðunardegi en verðbólga mælist nú 3,3% í Bretlandi. Er þetta mesta verðbólga þar í landi síðar árið 1997 en hún hækkaði um 0,6% á milli mánaða. Verðbólga mældist 2,1% í ársbyrjun.

Skýrist aukin verðbólga einkum af hækkandi olíu- og matvælaverði og segir Mervyn King, seðlabankastjóri að ekki sé ólíklegt að verðbólgan muni hækka upp í allt að 4% síðar á árinu.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK