Verðbólga vekur áhyggjur í Bretlandi

Englandsbanki
Englandsbanki Reuters

Fjár­málaráðherra Bret­lands, Al­ista­ir Darling, varaði við því í dag að fyr­ir­tæki hækkuðu laun starfs­manna til þess að mæta aukn­um neyslu­kostnaði þar sem það yrði sem olía á verðbólgu­bálið. Ekki þykir ólík­legt að Eng­lands­banki hækki stýri­vexti á næsta vaxta­ákvörðun­ar­degi en verðbólga mæl­ist nú 3,3% í Bretlandi. Er þetta mesta verðbólga þar í landi síðar árið 1997 en hún hækkaði um 0,6% á milli mánaða. Verðbólga mæld­ist 2,1% í árs­byrj­un.

Skýrist auk­in verðbólga einkum af hækk­andi olíu- og mat­væla­verði og seg­ir Mervyn King, seðlabanka­stjóri að ekki sé ólík­legt að verðbólg­an muni hækka upp í allt að 4% síðar á ár­inu.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK