Breytingar á Íbúðalánasjóði

Brunabótamat verður ekki lengur viðmiðið við lánveitingar.
Brunabótamat verður ekki lengur viðmiðið við lánveitingar. mbl.is/Steinunn Ásmundsdóttir

Á fundi ráðherra rík­is­stjórn­ar Íslands með aðilum vinnu­markaðar­ins þar sem efna­hags­mál­in voru rædd voru kynnt­ar fyr­ir­hugaðar end­ur­bæt­ur á regl­um Íbúðalána­sjóðs. Eru end­ur­bæt­urn­ar miðaðar að því að koma í veg fyr­ir kóln­un á fast­eigna­markaði og aðstoða ungt fólk við kaup á sinni fyrstu íbúð.

Stefnt er að því að stofna tvo nýja flokka hjá Íbúðalána­sjóði. Ann­ar flokk­ur­inn varðar lán­veit­ing­ar til banka og fjár­mála­stofn­ana til end­ur­fjármögn­un­ar  á íbúðalán­um sem þess­ar stofn­an­ir hafa þegar veitt gegn veði í íbúðar­hús­næði.

 Hinn flokk­ur­inn varðar einnig lána­veit­ing­ar til banka og fjár­mála­stofn­ana til fjár­mögn­un­ar á nýj­um íbúðalán­um.

Í til­kynn­ingu sem rík­is­stjórn­in gaf út seg­ir að til að draga úr mikl­um þrýst­ingi á skulda­bréfa­markaði  hef­ur verið ákveðið að auka við  út­gáfu stuttra rík­is­bréfa.

 Viðmiðun við bruna­bóta­mat af­num­in

 Við lán­veit­ing­ar Íbúðalána­sjóðs verður viðmið við 80% af bruna­bóta­mati íbúða af­numið og þess í stað verður miðað við 80% af kaup­verði eigna. Þetta er gert til að auðvelda ungu fólki að fjár­magna fyrstu kaup sín og um leið verður há­marks­lán sjóðsins hækkað úr 18 millj­ón­um í 20 millj­ón­ir.

For­ysta ASÍ fagn­ar til­lög­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar sem miða að því að blása lífi í hús­næðismarkaðinn með því m.a. að auðvelda fólki aðgengi að láns­fé. „Í til­lög­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar sem kynnt­ar voru í dag er verið að bregðast við ýms­um af þeim atriðum sem Alþýðusam­bandið hef­ur lagt áherslu á í sín­um mál­flutn­ingi að und­an­förnu.For­set­ar Alþýðusam­bands­ins ít­rekuðu á fund­in­um að þess­ar aðgerðir megi ekki skerða getu Íbúðarlána­sjóðs til að sinna sínu hlut­verki," að því er seg­ir á vef ASÍ.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK