Breytingar á Íbúðalánasjóði

Brunabótamat verður ekki lengur viðmiðið við lánveitingar.
Brunabótamat verður ekki lengur viðmiðið við lánveitingar. mbl.is/Steinunn Ásmundsdóttir

Á fundi ráðherra ríkisstjórnar Íslands með aðilum vinnumarkaðarins þar sem efnahagsmálin voru rædd voru kynntar fyrirhugaðar endurbætur á reglum Íbúðalánasjóðs. Eru endurbæturnar miðaðar að því að koma í veg fyrir kólnun á fasteignamarkaði og aðstoða ungt fólk við kaup á sinni fyrstu íbúð.

Stefnt er að því að stofna tvo nýja flokka hjá Íbúðalánasjóði. Annar flokkurinn varðar lánveitingar til banka og fjármálastofnana til endurfjármögnunar  á íbúðalánum sem þessar stofnanir hafa þegar veitt gegn veði í íbúðarhúsnæði.

 Hinn flokkurinn varðar einnig lánaveitingar til banka og fjármálastofnana til fjármögnunar á nýjum íbúðalánum.

Í tilkynningu sem ríkisstjórnin gaf út segir að til að draga úr miklum þrýstingi á skuldabréfamarkaði  hefur verið ákveðið að auka við  útgáfu stuttra ríkisbréfa.

 Viðmiðun við brunabótamat afnumin

 Við lánveitingar Íbúðalánasjóðs verður viðmið við 80% af brunabótamati íbúða afnumið og þess í stað verður miðað við 80% af kaupverði eigna. Þetta er gert til að auðvelda ungu fólki að fjármagna fyrstu kaup sín og um leið verður hámarkslán sjóðsins hækkað úr 18 milljónum í 20 milljónir.

Forysta ASÍ fagnar tillögum ríkisstjórnarinnar sem miða að því að blása lífi í húsnæðismarkaðinn með því m.a. að auðvelda fólki aðgengi að lánsfé. „Í tillögum ríkisstjórnarinnar sem kynntar voru í dag er verið að bregðast við ýmsum af þeim atriðum sem Alþýðusambandið hefur lagt áherslu á í sínum málflutningi að undanförnu.Forsetar Alþýðusambandsins ítrekuðu á fundinum að þessar aðgerðir megi ekki skerða getu Íbúðarlánasjóðs til að sinna sínu hlutverki," að því er segir á vef ASÍ.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK