Enn lækkar deCode

SHANNON STAPLETON

Hlutabréf deCode, móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar héldu áfram að lækka á bandaríska Nasdaq markaðnum í dag. Lokaverð félagsins er 0,83 dalir á hlut og nemur lækkun dagsins 2,35%. Dow Jones hækkaði um 0,28% og er lokagildi vísitölunnar 12.063,09 stig.

Fjárfestar virðast hafa endurheimt eitthvað af tiltrú sinni á bandarískan fjármálamarkað og hækkuðu allar helstu hlutabréfavísitölur vestanhafs. Skipti þar miklu talsverð lækkun á verði á hráolíu. Standard & Poor's 500 hækkaði um 0,38% og er 1.342,83 stig og   Nasdaq hækkað i um 1,33% og er 2.462,07 stig.

Verð á hráolíu lækkaði um tæplega fimm dali tunnan eftir að kínversk stjórnvöld tilkynntu um verðhækkun á bensín- og díselolíu. Er talið að það geti haft áhrif á að eftirspurn eftir olíu minnki í heiminum og um leið áhrif til lækkunar á heimsmarkasverði á olíu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka