Fleiri hundruð fasteignasalar handteknir

Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefur handtekið um þrjú hundruð fasteignasala frá því í mars, þar af tugi síðustu daga, í tengslum við fjársvik á fasteignalánamarkaði. Tveir sjóðsstjórar hjá bandaríska fjárfestingabankanum Bear Stearns voru handteknir í morgun en þeir eiga yfir höfði sér ákæru fyrir fjársvik.

Talið er að svikin hafi kostað húsnæðiseigendur og aðra lántakendur yfir einn milljarð Bandaríkjadala. FBI hefur boðað til blaðamannafundar síðar í dag þar sem upplýst verður nánar um fjársvikin.

Sjóðsstjórarnir tveir, Ralph Ciotti og Matthew Tannin, stýrðu tveimur umfangsmiklum skuldabréfasjóðum og segir í frétt Wall Street Journal að hrun þessara sjóða hafi, ásamt öðrum þáttum, hrundið af stað atburðarás sem endaði í þeim hremmingum á alþjóðlegum fjármálamörkuðum sem enn sér ekki fyrir endann á.

Er þeim gefið að sök að hafa sagt fjárfestum að staða sjóðanna væri góð, meðan þeir lýstu við samstarfsmenn sína áhyggjum af því hvort sjóðirnir gætu staðið af sér samdrátt á fasteignalánamarkaði.


Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK