Hugsanlegar aðgerðir að skýrast

Mjög fljótlega mun skýrast hvort og þá til hvaða aðgerða stjórnvöld ætla að grípa til að sporna gegn verulegum samdrætti á fasteignamarkaði, að sögn Jóhönnu Sigurðardóttur félags- og tryggingamálaráðherra.

Hún segir að hætta sé á því að of hröð kólnum á fasteignamarkaði muni magna upp efnahagssamdráttinn og grafa undan fjármálastöðugleika. Þess vegna sé ríkisstjórnin að skoða til hvaða aðgerða sé hægt að grípa til að sporna gegn þessu.

„Ýmsir hafa spáð að framundan geti verið djúp lægð á fasteignamarkaði. Slíkt ástand getur komið harkalega niður á íbúðarkaupendum og íbúðareigendum og ég tel að við því verði að bregðast. Það mun skýrast mjög fljótlega hvort og til hvaða aðgerða verður gripið,“ segir Jóhanna en vill á þessu stigi ekki gefa upp dagsetningu í þeim efnum.

Hafa ber í huga að meiriháttar breytingar á hinu opinbera íbúðalánakerfi þurfa að fara fyrir Alþingi. Hins vegar geta stjórnvöld gripið til ýmissa aðgerða með reglugerðarbreytingum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK