Paulson: Meiri völd til Seðlabanka Bandaríkjanna

Höfuðstöðvar Seðlabanka Bandaríkjanna í Washington
Höfuðstöðvar Seðlabanka Bandaríkjanna í Washington Reuters

Fjár­málaráðherra Banda­ríkj­anna, Henry Paul­son, seg­ir að stjórn­völd verði að veita Seðlabanka Banda­ríkj­anna aukn­ar heim­ild­ir til þess að hafa stjórn á fjár­mála­mörkuðum. Seg­ir Paul­son að bregðast verði hratt við en óstöðug­leiki á fjár­mála­mörkuðum í ár hafi sýnt að þörf væri á aðgerðum.

Paul­son sagði að seðlabank­inn yrði að fá heim­ild til þess að krefjast upp­lýs­inga frá fjár­fest­inga­bönk­um og að bregðast skjótt við til þess að verja fjár­mála­markaðinn fyr­ir skakka­föll­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK