Fjármálaráðherra Bandaríkjanna, Henry Paulson, segir að stjórnvöld verði að veita Seðlabanka Bandaríkjanna auknar heimildir til þess að hafa stjórn á fjármálamörkuðum. Segir Paulson að bregðast verði hratt við en óstöðugleiki á fjármálamörkuðum í ár hafi sýnt að þörf væri á aðgerðum.
Paulson sagði að seðlabankinn yrði að fá heimild til þess að krefjast upplýsinga frá fjárfestingabönkum og að bregðast skjótt við til þess að verja fjármálamarkaðinn fyrir skakkaföllum.