Sveiflur á gengi krónu

mbl.is

Gengi krónunnar hefur sveiflast talsvert frá því viðskipti hófust á gjaldeyrismarkaði klukkan 9:15 í morgun. Gengisvísitalan byrjaði að hækka, sem þýðir veikingu krónunnar, en hefur hún lækkað á ný. Gengi krónunnar hefur styrkst um 0,64% og stendur vísitalan í 163,70 stigum en fór hæst í 165,70 stig í morgun. Lokagildi hennar var 164,70 í gær sem er hæsta lokagildi hennar í sögunni. Krónan hefur aldrei verið veikari á mælikvarða gengisvísitölunnar.

Velta á millibankamarkaði er komin í 8,2 milljarða króna í dag, samkvæmt upplýsingum frá gjaldeyrisborði Glitnis.

Krónan í sögulegu lágmarki gagnvart evru

Gengi Bandaríkjadals er 82,10 krónur, pundið er 161,55 krónur og evran er 127,20 krónur. Í Hálf fimm fréttum Kaupþings í gær kom fram  að frá áramótum hefur  gengisvísitalan  lækkað um 37% og sömuleiðis hefur krónan veikst um rúm 40% gagnvart evru sem er sögulegt hámark.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK