Olíuverð hækkar á ný

Sífellt fleiri velja að ferðast um á reiðhjólum vegna þess …
Sífellt fleiri velja að ferðast um á reiðhjólum vegna þess hve hátt verð á eldsneyti er orðið. AP

Verð á hráolíu hækkaði á ný í dag eftir að hafa lækkað umtalsvert í gær. Verð á olíu til afhendingar í júlí hækkaði um 61 sent tunnan, í 132,54 dali tunnan í rafrænum viðskiptum á NYMEX markaðnum í New   York í morgun. Í gær lækkaði verðið á tunnunni um 4,75 dali tunnan.  Í Lundúnum hækkaði verð á Brent Norðursjávarolíu um 1 dal tunnan og er  133 dalir.

Helsta skýring lækkunar í gær er ákvörðun kínverskra stjórnvalda að hækka verð á eldsneyti. Mun bensín hækka um 16% og dísil um 18% í Kína í dag og er því spáð að verulega dragi úr eftirspurn á eldsneyti þar í landi í kjölfar hækkunarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka