Áhættusamt fyrir Íbúðalánasjóð

Íbúðalánasjóður
Íbúðalánasjóður

Stofnun tveggja nýrra lánaflokka hjá Íbúðalánasjóði, eins og gert er ráð fyrir í tillögum ríkisstjórnarinnar, getur verið spor í þá átt að sjóðurinn verði gerður að heildsölubanka sem sé jákvætt, að mati Eiríks Guðnasonar seðlabankastjóra. „Hins vegar setjum við spurningarmerki við hækkun veðhlutfalls, með því að miða við markaðsverð íbúða í stað brunabótamats, og bendum á að þetta geti verið áhættusamt fyrir Íbúðalánasjóð og raunar einnig lánþega.“ Í erindi sem Eiríkur flutti í byrjun síðasta mánaðar sagði hann að þróa mætti íbúðalán sjóðsins áfram. Lagði hann m.a. til að hluti íbúðalána yrði óverðtryggður með breytilegum vöxtum.

Fleiri hafa efasemdir um ágæti tillagna ríkisstjórnarinnar en í tölvupósti sem Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, sendi stjórn og varastjórn Samtaka fjármálafyrirtækja segir hann aðgerðir ríkisins ömurleg tíðindi fyrir íslenskan fjármálamarkað. „Ennþá rekur ríkið tvo banka, annan sem setur vexti í 15% og hinn sem er að auka við útlán sín til íbúðakaupa á u.þ.b. 5% verðtryggðum vöxtum. Og svo skiljum við ekkert í því af hverju það er ójafnvægi í fjármálakerfinu okkar,“ segir m.a. í póstinum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK