Gengi krónunnar hefur lækkað um 2,5% það sem af er degi og stendur evran í 130,27 krónum. Er þetta í fyrsta skipti sem gengi evru fer yfir 130 krónur, samkvæmt upplýsingum frá gjaldeyrisborði Glitnis. Gengisvísitalan var 163,30 stig við upphaf viðskipta en er nú 167,50 stig. Veltan á millibankamarkaði er komin í 22,6 milljarða króna. Gengi Bandaríkjadals er 83,91 króna og pundið stendur í 164,58 krónum.