FL selur í fasteignafélögum

mbl.is

FL Group hef­ur selt alla hluti sín í tveim­ur ís­lensk­um fast­eigna­fé­lög­um. Um er að ræða 71,7% hlut í Eik­ar­haldi ehf., móður­fé­lagi Eik­ar fast­eigna­fé­lags og 32% eign­ar­hlut í Fast­eigna­fé­lagi Íslands. Eik­ar­hald, sem nú heit­ir Eik Properties ehf., er að mestu í eigu Sax­bygg ehf. og Glitn­is banka og á nú allt hluta­fé í Eik fast­eigna­fé­lagi og Fast­eigna­fé­lagi Íslands auk annarra eigna. Sal­an hef­ur óveru­leg áhrif á af­komu FL Group á öðrum árs­fjórðungi 2008, að því er seg­ir í til­kynn­ingu.
 
Eik­ar­hald til­heyrði sam­stæðureikn­ingi FL Group frá og með fyrsta árs­fjórðungi 2008 sem eign í sölumeðferð. Sala eign­ar­hluta FL Group í þess­um fast­eigna­fé­lög­um er eitt af mörg­um skref­um í áfram­hald­andi end­ur­skipu­lagn­ingu á eigna­safni fé­lags­ins og í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi stefnu­mörk­un um að fjár­fest­ing­ar FL Group í fast­eign­um séu fyrst og fremst í gegn­um kjöl­festu­hlut í Landic Property, sam­kvæmt til­kynn­ingu.
 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK