Gengi krónunnar í sögulegu lágmarki

mbl.is/Júlíus

Gengi krón­unn­ar lækkaði um 2,94% í dag en loka­gildi geng­is­vísi­töl­unn­ar er 168,10 stig en var 163,30 stig við upp­haf viðskipta í dag. Hef­ur geng­is­vísi­tal­an aldrei verið jafn há við lok­un gjald­eyrisviðskipta sem þýðir að gengi krón­unn­ar hef­ur aldrei verið lægra. Geng­is­vísi­tal­an fór þó mun hærra í dag eða upp fyr­ir 170 stig.

Velt­an á milli­banka­markaði nam 53,1 millj­arði króna, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá gjald­eyr­is­sviði Glitn­is. Gengi Banda­ríkja­dals er 84,30 krón­ur. Evr­an er 130,65 krón­ur og pundið 165,35 krón­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK