Gengi krónunnar í sögulegu lágmarki

mbl.is/Júlíus

Gengi krónunnar lækkaði um 2,94% í dag en lokagildi gengisvísitölunnar er 168,10 stig en var 163,30 stig við upphaf viðskipta í dag. Hefur gengisvísitalan aldrei verið jafn há við lokun gjaldeyrisviðskipta sem þýðir að gengi krónunnar hefur aldrei verið lægra. Gengisvísitalan fór þó mun hærra í dag eða upp fyrir 170 stig.

Veltan á millibankamarkaði nam 53,1 milljarði króna, samkvæmt upplýsingum frá gjaldeyrissviði Glitnis. Gengi Bandaríkjadals er 84,30 krónur. Evran er 130,65 krónur og pundið 165,35 krónur.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka