Gengi krónunnar lækkaði um 2,94% í dag en lokagildi gengisvísitölunnar er 168,10 stig en var 163,30 stig við upphaf viðskipta í dag. Hefur gengisvísitalan aldrei verið jafn há við lokun gjaldeyrisviðskipta sem þýðir að gengi krónunnar hefur aldrei verið lægra. Gengisvísitalan fór þó mun hærra í dag eða upp fyrir 170 stig.
Veltan á millibankamarkaði nam 53,1 milljarði króna, samkvæmt upplýsingum frá gjaldeyrissviði Glitnis. Gengi Bandaríkjadals er 84,30 krónur. Evran er 130,65 krónur og pundið 165,35 krónur.