Verð á hráolíu hækkar á ný

AP

Verð á hrá­ol­íu hef­ur hækkað í nótt og í morg­un og virðast fjár­fest­ar hafa litla trú á fyr­ir­hugaðri aukn­ingu í fram­leiðslu í Sádi-Ar­ab­íu. Virðist sem þeir horfi frek­ar til ótryggs ástands í Níg­er­íu og Mið-Aust­ur­lönd­um. Sádi-Ar­ab­ar ætla að auka fram­leiðslu í ár ef þörf er á. Ætl­un­in er að auka fram­leiðsluna um 200 þúsund tunn­ur á dag í júlí sem þýðir að dags­fram­leiðslan fer í 9,7 millj­ón­ir tunna.

Verð á hrá­ol­íu til af­hend­ing­ar í ág­úst hækkaði um 1,29 dali tunn­an í 136,65 dali í ra­f­ræn­um viðskipt­um á NY­MEX markaðnum í New York í nótt. Verð á Brent Norður­sjávar­ol­íu hækkaði um 1,57 dali tunn­an í 136,43 dali í viðskipt­um í Lund­ún­um í morg­un.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK