Verð á hráolíu hækkar á ný

AP

Verð á hráolíu hefur hækkað í nótt og í morgun og virðast fjárfestar hafa litla trú á fyrirhugaðri aukningu í framleiðslu í Sádi-Arabíu. Virðist sem þeir horfi frekar til ótryggs ástands í Nígeríu og Mið-Austurlöndum. Sádi-Arabar ætla að auka framleiðslu í ár ef þörf er á. Ætlunin er að auka framleiðsluna um 200 þúsund tunnur á dag í júlí sem þýðir að dagsframleiðslan fer í 9,7 milljónir tunna.

Verð á hráolíu til afhendingar í ágúst hækkaði um 1,29 dali tunnan í 136,65 dali í rafrænum viðskiptum á NYMEX markaðnum í New York í nótt. Verð á Brent Norðursjávarolíu hækkaði um 1,57 dali tunnan í 136,43 dali í viðskiptum í Lundúnum í morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK