Áhættufælni ríkir

Lítil velta á gjaldeyrismarkaði og áhættufælni innlendra og erlendra fjárfesta skýrir að hluta þá lækkun sem orðið hefur á gengi krónunnar undanfarna daga. Gengi krónunnar veiktist um 2,94% og hefur það aldrei verið lægra miðað við gengisvísitölu síðan 1991.

Aðgerðir ríkisstjórnarinnar, sem kynntar voru á föstudaginn og eiga m.a. að styðja við gengi krónunnar, fela í sér útgáfu skuldabréfa að andvirði 75 milljarða króna og eftir lokun markaða í gær var greint frá því að fyrsti hluti útgáfunnar, 25 milljarðar króna, færi fram á fimmtudaginn næstkomandi.

Þegar jafnlítil velta er á gjaldeyrismarkaði og verið hefur geta tiltölulega lítil viðskipti haft mikil áhrif á gengi krónunnar. Undanfarið hefur áhættufælni ráðið ríkjum og gengið lækkað, en fari svo að skuldabréfaútgáfan blási lífi í markaðinn gæti gengi krónunnar styrkst tiltölulega hratt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK