Áhættufælni ríkir

Lít­il velta á gjald­eyr­is­markaði og áhættu­fælni inn­lendra og er­lendra fjár­festa skýr­ir að hluta þá lækk­un sem orðið hef­ur á gengi krón­unn­ar und­an­farna daga. Gengi krón­unn­ar veikt­ist um 2,94% og hef­ur það aldrei verið lægra miðað við geng­is­vísi­tölu síðan 1991.

Aðgerðir rík­is­stjórn­ar­inn­ar, sem kynnt­ar voru á föstu­dag­inn og eiga m.a. að styðja við gengi krón­unn­ar, fela í sér út­gáfu skulda­bréfa að and­virði 75 millj­arða króna og eft­ir lok­un markaða í gær var greint frá því að fyrsti hluti út­gáf­unn­ar, 25 millj­arðar króna, færi fram á fimmtu­dag­inn næst­kom­andi.

Þegar jafn­lít­il velta er á gjald­eyr­is­markaði og verið hef­ur geta til­tölu­lega lít­il viðskipti haft mik­il áhrif á gengi krón­unn­ar. Und­an­farið hef­ur áhættu­fælni ráðið ríkj­um og gengið lækkað, en fari svo að skulda­bréfa­út­gáf­an blási lífi í markaðinn gæti gengi krón­unn­ar styrkst til­tölu­lega hratt.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK