Forsætisráðherra: Gengi krónunnar of lágt

Höfuðstöðvar Seðlabanka Evrópu í Frankfurt.
Höfuðstöðvar Seðlabanka Evrópu í Frankfurt. AP

For­sæt­is­ráðherra, Geir H. Haar­de, sagði á fjár­málaráðstefnu í Lund­ún­um í morg­un að veik­ing krón­unn­ar nú sé of mik­il miðað við aðstæður þrátt fyr­ir að viðbúið hafi verið að gengi henn­ar myndi lækka í kjöl­far loka stórra fram­kvæmda en þeim hafi fylgt inn­flæði gjald­eyr­is inn í landið. 

Banka­stjórn Seðlabanka Evr­ópu ekki með hug­ann á Íslandi

„Krón­an er nú lægri held­ur en jafn­vægispunkt­ur henn­ar ætti að vera," sagði Geir í fram­sögu á alþjóðlegu málþingi sem nú stend­ur yfir í Lund­ún­um. Seg­ist Geir sann­færður um að stýri­vext­ir muni lækka og viðskipta­hall­inn drag­ast sam­an. Greint er frá þessu á vef breska dag­blaðsins Guar­di­an. 

Geir sagði að það að vera með eig­in gjald­miðil auki sveigj­an­leika sem ekki væri til staðar ef Ísland væri hluti af mynt­banda­lagi. Til að mynda þegar kæmi að vaxta­ákvörðun.  „Mín til­finn­ing er sú að þegar Seðlabanki Evr­ópu tek­ur ákvörðun í Frankfurt þá sé hug­ur­inn ekki á Íslandi," sagði Geir enn­frem­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK