Icelandair boðar niðurskurð

00:00
00:00

Icelanda­ir kynn­ir í dag aðgerðir til þess að bregðast við breyttu rekstr­ar­um­hverfi vegna hækk­andi eldsneytis­verðs og óvissu í efna­hags­mál­um. Aðgerðirn­ar fela í sér sam­drátt í vetr­aráætl­un fyr­ir­tæk­is­ins, fækk­un starfs­fólks, skipu­lags­breyt­ing­ar, fækk­un í stjórn­enda­hópi og eldsneyt­is­spar­andi aðgerðir í flugi.

Starfs­fólki fækk­ar í heild um 240

Við þess­ar breyt­ing­ar er ljóst að starfs­mannaþörf fé­lags­ins minnk­ar og því er gert ráð fyr­ir að stöðugildi hjá Icelanda­ir muni fækka um 190, úr um 1.230 á síðasta vetri í 1.040 í vet­ur, að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá Icelanda­ir.

Vegna þess að sum­ir eru í hluta­störf­um mun starfs­fólki í heild fækka um 240 ein­stak­linga. Þar af fá rúm­lega 200 upp­sagn­ar­bréf fyr­ir lok júní­mánaðar, 64 flug­menn og 138 flug­freyj­ur, en einnig fækk­ar starfs­mönn­um á tækni­sviði, flug­um­sjón­ar­mönn­um og starfs­mönn­um á sölu­skrif­stof­um fé­lags­ins, að hluta með upp­sögn­um og að hluta með því að ekki er ráðið í störf sem losna.

Í heild mun fækka í starfs­manna­hópi Icelanda­ir um 240 ein­stak­linga í haust, um­fram þá breyt­ingu sem jafn­an fylg­ir því að mun meiri um­svif eru í flugi á sumr­in en vet­urna. Við upp­sagn­irn­ar er farið að lög­um um hópupp­sagn­ir og haft sam­ráð við viðkom­andi stétt­ar­fé­lög. Boðið er upp á ráðgjöf og aðstoð fyr­ir þá sem missa at­vinn­una, sam­kvæmt til­kynn­ingu Icelanda­ir.

Sam­drátt­ur um 14% frá því í fyrra­vet­ur

Icelanda­ir til­kynnti í lok maí s.l. um breyt­ing­ar á áætl­un næsta vetr­ar sem fela meðal ann­ars í sér að vetr­ar­hlé verður lengt í flugi til og frá Minn­ea­pol­is og heils­árs­flugi til Toronto og Berlín er frestað. Flug til og frá Toronto í Kan­ada hófst í vor og mun halda áfram vorið 2009 eft­ir vetr­ar­hlé. Hlé var gert á flugi til Minn­ea­pol­is á síðasta vetri og nú verður það hlé lengt vet­ur­inn 2008-2009 og stend­ur frá októ­ber­lok­um fram í mars.

Á síðasta vetri var ekki flogið til Berlín­ar og áform­um um heils­árs­flug þangað hef­ur verið frestað. Fleiri breyt­ing­ar hafa verið gerðar á vetr­aráætl­un fé­lags­ins, meðal ann­ars verður dregið úr flugi til Par­ís­ar en flug aukið til New York. Einnig verða felld út ein­stök flug á nokkr­um leiðum. Þess­ar breyt­ing­ar nema um 14% sam­drætti milli vetr­aráætl­ana.

Skipu­lags­breyt­ing­ar og fækk­un stjórn­enda

Sam­hliða þess­um sam­drætti í flugáætl­un og starfs­manna­fjölda Icelanda­ir hafa verið gerðar skipu­lags­breyt­ing­ar sem miða að því að ein­falda ferla og draga úr kostnaði. Lagðar hafa verið niður deild­ir og þær sam­einaðar öðrum í höfuðstöðvum hér á landi og á skrif­stof­um fé­lags­ins er­lend­is. Þá hef­ur mill­i­stjórn­end­um verið fækkað og sem dæmi má nefna að for­stöðumönn­um inn­an Icelanda­ir hef­ur verið fækkað úr fimmtán í sjö. Þetta hef­ur verið gert með því að ráða ekki í störf sem losna og með upp­sögn­um. Sam­hliða er einnig gert átak til þess að draga úr öðrum rekstr­ar­kostnaði.

Sparnaðaraðgerðir í flugi

Þá hef­ur verið hrint í fram­kvæmd marg­háttuðum aðgerðum til að ná fram eldsneyt­is­sparnaði í flugi fé­lags­ins, til þess að draga úr áhrif­um hækk­andi eld­neytis­verði. Átak er gert til þess að létta flug­vél­arn­ar eins og unnt er með ná­kvæm­ari hleðslu, og sparnaði er náð fram með því að draga úr hraða og breyta vinnuaðferðum við aðflug.

Birk­ir Hólm Guðna­son, fram­kvæmda­stjóri Icelanda­ir, seg­ir í til­kynn­ingu, að ótryggt efna­hags­ástand í heim­in­um og gríðarleg­ar hækk­an­ir á flug­véla­eldsneyti að und­an­förnu breyti rekstr­ar­for­send­um Icelanda­ir.

„Þess­ar erfiðu ytri aðstæður hafa áhrif á starf­semi Icelanda­ir og því gríp­um við strax til aðgerða til að styrkja fyr­ir­tækið og treysta af­komu þess. Við ger­um ráð fyr­ir að eft­ir­spurn muni minnka þegar líður á árið og því mun­um við fækka ferðum í áætl­un­ar­flugi næsta vet­ur. Sam­drátt­ur í flugi leiðir óhjá­kvæmi­lega af sér fækk­un starfs­manna. Við kapp­kost­um að halda slík­um sam­drætti í lág­marki og vinn­um öt­ul­lega að því að verja tekju­öfl­un fyr­ir­tæk­is­ins til þess að tryggja vöxt þess til framtíðar", seg­ir hann.

„Það er erfitt að sjá að baki góðum sam­starfs­mönn­um og vin­um og frá­bæru starfs­fólki. Icelanda­ir hef­ur í harðri sam­keppni byggt ár­ang­ur sinn á þekk­ingu og sam­heldni starfs­fólks­ins. Fyr­ir vikið erum við í fremstu röð alþjóðlegra flug­fé­laga og höf­um mjög sterka stöðu hér á Íslandi. Þegar móti blæs í rekstr­in­um reyn­ir á þetta sem aldrei fyrr. Ég treysti því að þekk­ing og reynsla starfs­manna og sá sam­taka­vilji sem hef­ur alla tíð verið und­ir­staða Icelanda­ir verði mesti styrk­ur þess nú. Ég óska því góða fólki sem fer frá okk­ur nú alls hins besta", seg­ir Birk­ir Hólm Guðna­son

„Í heild eru þetta aðgerðir sem við erum sann­færð um að styrkja Icelanda­ir til framtíðar", seg­ir Birk­ir Hólm Guðna­son. "Við höf­um áður sýnt að með því að bregðast hratt við ytri áföll­um þá efl­um við starf­sem­ina þegar til lengri tíma er litið. Sveigj­an­leiki er einn af lyk­ilstyrk­leik­um fyr­ir­tæk­is­ins og við mun­um halda áfram að þróa og bæta fyr­ir­tækið þannig að það geti áfram boðið upp á góða og verðmæta þjón­ustu í flugi milli Íslands og annarra landa", seg­ir Birk­ir Hólm Guðna­son enn frem­ur í til­kynn­ingu.


Ólík staða fyr­ir­tækja inn­an Icelanda­ir Group

Icelanda­ir er eitt af tólf dótt­ur­fyr­ir­tækj­um Icelanda­ir Group og eru öll fyr­ir­tæk­in að bregðast við breyt­ing­um í rekstr­ar­um­hverfi flug- og ferðaþjón­ustu hvert með sín­um hætti.

„Fyr­ir­tæk­in inn­an Icelanda­ir Group eru að bregðast við breyt­ing­um í um­hverfi sínu á marg­vís­leg­an hátt. Önnur flug­fé­lög inn­an sam­stæðunn­ar, svo sem Flug­fé­lag Íslands, Blu­bird Cargo, Latchart­er í Lett­landi og Tavel Service í Tékklandi, eru ólík og sum eru ekki háð þróun eldsneytis­verðs með sama hætti og Icelanda­ir. En önn­ur fyr­ir­tæki inn­an Icelanda­ir Group, eins og IGS á Kefla­vík­ur­flug­velli finna fyr­ir þess­um breyt­ing­um og þar fækk­ar fólki í haust um­fram venju­lega árstíðabreyt­ingu um 75 stöðugildi.

Öll fyr­ir­tæk­in í Icelanda­ir Group, sem sam­tals hafa um 3500 starfs­menn um all­an heim, leggja áherslu á kostnaðaraðhald og sveigj­an­leika við nú­ver­andi aðstæður“, seg­ir Björgólf­ur Jó­hanns­son, for­stjóri Icelanda­ir Group í til­kynn­ingu.

Icelandair boðar verulegar uppsagnir
Icelanda­ir boðar veru­leg­ar upp­sagn­ir mbl.is/​Skapti
Icelandair
Icelanda­ir mbl.is/​Hall­dór
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK