Kaupþing fær milljarða lán

Kaupþing banki
Kaupþing banki

Kaupþing banki hef­ur gengið frá sam­bankaláni fyr­ir 275 millj­ón­ir evra sem jafn­gild­ir um 35,8 millj­örðum ís­lenskra króna miðað við gengi evr­unn­ar í lok dags. Lánið er til tveggja ára og ber 1,5% álag á milli­banka­vexti, sem eru mun betri kjör en skulda­trygg­ingarálag bank­ans hef­ur gefið til kynna.

Um­sjón­araðili láns­ins er þýski bank­inn Bayer­ische Land­esbank. Auk hans koma Bank of America, Lloyds og Raif­feisen Zentral­bank Öster­reich (RZB) að lán­inu.

Lánið ber 1,5% vexti yfir milli­banka­vexti sem er mun minna álag en skulda­trygg­ingarálag Kaupþings hef­ur gefið til kynna und­an­farna daga. 24. júní sl. var álagið á milli 675 og 725 punkt­ar.

Guðni Ní­els Aðal­steins­son, fram­kvæmda­stjóri hjá Kaupþingi, seg­ir að miðað við heild­ar­kostnað við lán­tök­una sé álagið um 200 punkt­ar yfir milli­banka­vöxt­um.  Það þýðir 2% vexti ofan á al­menn lán sem stór­ir bank­ar veita hver öðrum á milli­banka­markaði. Guðni seg­ir kjör­in því góð miðað við nú­ver­andi ástand á mörkuðum.

Lánið er veitt til tveggja ára og á að nota til að fjár­magna hefðbundna starf­semi Kaupþings.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka