Krónan veikist um 0,36%

mbl.is

Gengi krónunnar hefur veikst um 0,36% það sem af er degi. Greining Glitnis telur líklegt að það sé samspil nokkurra þátta sem veldur þrýstingi til veikingar krónunnar nú. 

„Fyrst ber þar að nefna gjalddaga skuldabréfa í eigu erlendra fjárfesta fyrr í mánuðinum. Krónubréf nafnvirði 15 ma.kr að viðbættum vöxtum voru á gjalddaga í síðustu viku, og auk þess er líklegt að útlendingar hafi átt töluverðan hluta af ríkisbréfaflokknum RIKB 08 0613 sem var á gjalddaga um miðjan mánuðinn. Engin ný krónubréfaútgáfa hefur litið dagsins ljós undanfarna mánuði, enda koma þrengingar á markaði með gjaldmiðlaskiptasamninga í veg fyrir að hægt sé að gefa út krónubréf með vöxtum í samræmi við innlent vaxtastig.

Þá er skuldatryggingaálag bankanna og ríkisins að hækka sem hefur jafnan neikvæð áhrif á gengi krónunnar enda endurspeglar hækkun álagsins nú minnkandi áhættulyst fjárfesta og er í samræmi við alþjóðlega þróun.

Loks hafa aðgerðir stjórnvalda sem tilkynnt var um í lok síðustu viku valdið vonbrigðum. Ljóst er að þar til að tíðindi munu berast af eflingu gjaldeyrisforðans mun krónan vera afar viðkvæm og því líkleg til að sveiflast mikið enn um sinn," að því  er segir í Morgunkorni Glitnis.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK