Kaupþing hefur ákveðið að bjóða út sérvarin skuldabréf (lánshæfismat Aaa:Moody's) til fagfjárfesta vegna fjármögnunar á nýjum íbúðalánum. Bréfin eru til 25 og 40 ára, verðtryggð með föstum vöxtum út lánstímann og skráð á OMX Nordic Exchange.
Útboð á þessum bréfum verður að lágmarki einu sinni á
hverjum ársfjórðungi. Kjör á nýjum íbúðalánum ráðast af niðurstöðu útboðsins,
en íbúðalán bankans verða með 0,9% álagi. Markmið bankans með þessu fyrirkomulagi
er að auka gegnsæi í vaxtamyndun á íbúðalánamarkaði, að því er segir í tilkynningu frá Kaupþingi.