Krónan styrktist um 4%

mbl.is

Krónan styrktist um 4% í dag. Lokagildi gengisvísitölunnar er 161 stig en var 167,80 stig við opnun markaða. Veltan á millibankamarkaði nam 65,7 milljörðum króna, samkvæmt upplýsingum frá gjaldeyrisborði Glitnis. Gengi Bandaríkjadals er 80,45 krónur, evran er 125,29 krónur og pundið er komið niður fyrir 160 krónur á ný. Er 158,25 krónur.

Styrking krónunnar í dag um 4% er næst mesta styrking hennar á einum degi  frá því að flotgengisstefnan var tekin upp í mars 2001.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK