Mikil lækkun á olíuverði

Sífellt fleiri velja að ferðast um á reiðhjólum vegna þess …
Sífellt fleiri velja að ferðast um á reiðhjólum vegna þess hve hátt verð á eldsneyti er orðið. AP

Heims­markaðsverð á olíu lækkaði mikið í dag eft­ir að Banda­ríska orku­málaráðið greindi frá því að olíu­birgðir í land­inu væru meiri en gert hafði verið ráð fyr­ir. Þykir þetta vera vís­bend­ing um að Banda­ríkja­menn hafi dregið úr eldsneyt­isnokt­un vegna verðhækk­ana á bens­íni.

Verð á hrá­ol­íu til af­hend­ing­ar í ág­úst lækkaði um 4,86 dali tunn­an í 132,14 dali á NY­MEX markaðnum í New York. Í Lund­ún­um lækkaði verð á Brent Norður­sjávar­ol­íu um 3,93 dali tunn­an í 132,53 dali.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK