Gengi krónunnar hefur hækkað jafnt og þétt frá því viðskipti hófust á gjaldeyrismarkaði í morgun. Nemur hækkunin 3,97% og stendur gengisvísitalan í 161,40 en var 167,80 stig við opnun markaða. Veltan á millibankamarkaði er komin í 43 milljarða króna. Gengi Bandaríkjadals er 80,48 krónur, evran er 125,60 krónur og pundið 158,70 krónur.