Volvo segir upp 1.200 manns

Forstjóri Volvo
Forstjóri Volvo Reuters

Bílaframleiðandinn Volvo, sem er í eigu bandaríska bílaframleiðandans Ford, hyggst segja upp 1.200 starfsmönnum í Svíþjóð. Uppsagnirnar eru liður í hagræðingu í rekstri en félagið ætlar að minnka kostnað  um fjóra milljarða sænskra króna, 55 milljarða íslenskra króna.

Á vef Dagens Nyheder kemur fram að uppsagnirnar bitni verst á starfsmönnum Volvo í Gautaborg og Olofström. Inni í tölunni yfir þá sem missa vinnuna eru uppsagnir sem áður hefur verið tilkynnt um í Torslanda verksmiðjunni í Gautaborg.

Jafnframt mun Volvo segja upp samningum við um 500 ráðgjafa og segja upp um 300 manns annars staðar í heiminum.

Fredrik Arp, forstjóri Volvo, segir uppsagnirnar lið í aðgerðum fyrirtækisins við að bregðast við erfiðum aðstæðum á markaði. Lækkun á gengi Bandaríkjadals og hækkandi hráefniskostnaður skipti þar einnig miklu.

Tap Volvo á fyrsta ársfjórðungi nam 151 milljón Bandaríkjadala, 12,5 milljörðum króna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK