Bréf í GM ekki lægri í 30 ár

Miklar lækkanir hafa orðið á hlutabréfum á Wall Street í dag, og hefur verð á bréfum í General Motors ekki verið lægra í rúm 30 ár. Lækkunin á Dow Jones vísitölunni er mikil í dag, og hefur hún ekki staðið lægra síðan í september í hittiðfyrra.

Af þessum sökum hafa fjárfestar verið duglegir við að leita á náðir rikisskuldabréfa, en í þeim er jafnan skjól þegar harðnar á dalnum á hlutabréfamarkaðinum.

Bréf í Citigroup hafa ekki staðið lægra í tíu ár. Goldman Sachs ráðlagði viðskiptavinum sínum að selja bréf í bæði GM og Citigroup.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka