Verðbólga mælist 12,7%

Hækkun á eldsneytisverði er ein megin skýring hækkunar vísitölu neysluverðs …
Hækkun á eldsneytisverði er ein megin skýring hækkunar vísitölu neysluverðs nú. Reuters

Vísi­tala neyslu­verðs hækkaði um 0,89% frá fyrra mánuði. Síðastliðna tólf mánuði  hef­ur vísi­tala neyslu­verðs hækkað um 12,7% en vísi­tala neyslu­verðs án hús­næðis um 12,1%. Und­an­farna þrjá mánuði hef­ur vísi­tala neyslu­verðs hækkað um 5,8% sem jafn­gild­ir 25,1% verðbólgu á ári. En verðbólga án hús­næðisliðar mæl­ist 29,4%.

Verðbólga mæld á tólf mánaða tíma­bili hef­ur ekki verið jafn mik­il síðan í ág­úst 1990 er hún mæld­ist 14,2%.

Vísi­tala neyslu­verðs án hús­næðis er 275,9 stig og hækkaði um 0,84% frá maí, að því er seg­ir í frétt Hag­stofu Íslands.

Eldsneyti hækkaði um 7,2%

Verð á bens­íni og ol­í­um hækkaði um 7,2% (vísi­tölu­áhrif 0,35%). Kostnaður vegna eig­in hús­næðis hækkaði um 0,4% (0,06%). Þar af voru áhrif af lækk­un markaðsverðs -0,04% en áhrif af hækk­un raun­vaxta voru 0,10%. Greidd húsa­leiga hækkaði um 4,3% (0,10%). Þá hækkaði kostnaður vegna viðhalds og viðgerða á hús­næði um 2,0% (0,10%).

Á svipuðu róli og spár grein­ing­ar­deilda

Grein­ing­ar­deild­ir viðskipta­bank­anna þriggja spáðu 06-1,2% hækk­un vísi­tölu neyslu­verðs nú í júní. Grein­ing Glitn­is spáði 0,6% hækk­un. Grein­ing­ar­deild Kaupþings spáði 1,1% hækk­un og grein­ing­ar­deild Lands­bank­ans 1,2% hækk­un.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK