Halldór vissi en ekki aðrir starfsmenn Landsbankans

Halldór J. Kristjánsson og Sigurjón Þ. Árnason, bankastjórar Landsbankans
Halldór J. Kristjánsson og Sigurjón Þ. Árnason, bankastjórar Landsbankans mbl.is

Starfs­mönn­um sem ann­ast viðskipti með skulda­bréf af hálfu Lands­bank­ans var alls ekki kunn­ugt um yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­inn­ar í síðustu viku fyrr en frétt­ir þar um voru birt­ar op­in­ber­lega. Þetta kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu frá Lands­bank­an­um.

Hall­dóri J. Kristjáns­syni, banka­stjóra, bár­ust upp­lýs­ing­ar um að vænt­an­leg væri yf­ir­lýs­ing um fyr­ir­hugaðar aðgerðir rík­is­stjórn­ar­inn­ar um kl. 15.00 þann 19. júní s.l. sem for­manni stjórn­ar Sam­taka fjár­mála­fyr­ir­tækja (SFF).

„Í til­efni af fjöl­miðlaum­fjöll­un varðandi sölu Lands­bank­ans á íbúðabréf­um í aðdrag­anda þess að kynnt­ar voru breyt­ing­ar af hálfu rík­is­stjórn­ar Íslands á Íbúðalána­sjóði vill Lands­banki Íslands hf. koma eft­ir­far­andi á fram­færi.
 
Starfs­mönn­um sem ann­ast viðskipti með skulda­bréf af hálfu Lands­bank­ans var alls ekki kunn­ugt um yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­inn­ar fyrr en frétt­ir þar um voru birt­ar op­in­ber­lega. Farið hef­ur verið yfir sögu viðskipta bank­ans með skulda­bréf þenn­an dag og eng­ar óeðli­leg­ar hreyf­ing­ar koma þar fram. Ein­ung­is fern viðskipti voru með íbúðabréf eft­ir kl. 15.00 þenn­an dag og í öll­um til­vik­um var þar um að ræða viðskipti sem byggj­ast á hlut­verki Lands­bank­ans sem viðskipta­vaka með viðkom­andi bréf. Lands­bank­inn hafði þannig ekki frum­kvæði að sölu um­fram það að setja fram til­boð á markaði í sam­ræmi við samn­ing milli bank­ans og Íbúðalána­sjóðs um viðskipta­vakt.
 
Hall­dóri J. Kristjáns­syni bár­ust upp­lýs­ing­ar um að vænt­an­leg væri yf­ir­lýs­ing um fyr­ir­hugaðar aðgerðir rík­is­stjórn­ar­inn­ar um kl. 15.00 þann 19. júní s.l. sem for­manni stjórn­ar Sam­taka fjár­mála­fyr­ir­tækja (SFF). Hann taldi rétt að gera öðrum stjórn­ar­mönn­um aðvart um þess­ar breyt­ing­ar og bað Guðjón Rún­ars­son, fram­kvæmda­stjóra SFF að ann­ast út­send­ingu til þeirra. Öðrum stjórn­ar­mönn­um var gert aðvart um yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­inn­ar með tölvu­pósti sem send­ur var kl. 15.36 eða sex mín­út­um eft­ir að markaði með skulda­bréf og hluta­bréf var lokað.
 
Af of­an­greindu er ljóst að yf­ir­lýs­ing rík­is­stjórn­ar­inn­ar hafði eng­in áhrif á ákv­arðanir starfs­manna Lands­bank­ans um viðskipti með íbúðabréf og eng­in óeðli­leg viðskipti áttu sér stað af hálfu Lands­bank­ans," sam­kvæmt yf­ir­lýs­ingu frá Lands­bank­an­um.
 
 
 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK