Kaupþing hefur ákveðið að lækka vexti á nýjum íbúðarlánum um 0,35% og verða lægstu vextir bankans á nýjum íbúðarlánum því 6,05%. Breytingin tekur gildi á mánudag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum.
Tilkynningin fer hér á eftir í heild sinni:
„Útboði Kaupþings á skuldabréfum til fagfjárfesta, vegna fjármögnunar á nýjum íbúðalánum, lauk í dag, 27. júní 2008, klukkan 16:00. Alls bárust tilboð að fjárhæð 6,8 milljarða króna.Tilboðum var tekið fyrir 4,8 milljarða í tveimur skuldabréfaflokkum.Meðalávöxtunarkrafa samþykktra tilboða, í þeim flokki sem íbúðalán bankans byggjast á, var 5,17%. Að teknu tilliti til vaxtaálags bankans verða vextir á nýjum íbúðalánum lækkaðir um 0,35% og verða lægstu vextir bankans á nýjum íbúðalánum 6,05%. Breytingin tekur gildi mánudaginn 30. júní.“