Gengi krónunnar hefur veikst um 1,6% frá því viðskipti hófust á gjaldeyrismarkaði klukkan 9:15 í morgun. Stendur gengisvísitalan í 164,90 stigum en var 162,30 stig við upphaf viðskipta. Veltan á millibankamarkaði er komin í 9,2 milljarða króna. Gengi Bandaríkjadals er 81,65 krónur, pundið er 162,25 krónur og evran 128,70 krónur.