Verð á hráolíu yfir 141 dal tunnan

Reuters

Verð á hráolíu fór yfir 141 dal tunnan í viðskiptum í Asíu í morgun eftir að gengi Bandaríkjadals hélt áfram að lækka. Verð á hráolíu til afhendingar í ágúst fór hæst í 141,71 dal tunnan í nótt en er nú 141,10 dalir tunnan í rafrænum viðskiptum á NYMEX markaðnum í New York. Í gær hækkaði tunnan um 5,09 dali og lokaði í 139,64 dölum tunnan. Er það hæsta lokagildi hráolíu í sögunni.

Brent Norðursjávarolía er í 140 dölum tunnan í viðskiptum á olíumarkaði í Lundúnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK