Bjarne Roed-Frederikssen, hagfræðingur hjá danska bankanum Nordea sagði í viðtali við Dow Jones að gengisfall krónunnar sé meginástæða verðbólgu hérlendis. Stýrivextir eru nú 15,5% sem er hæsta vaxtastig Evrópu.
Carl Hammer hjá SEB Enskilda sagði í sama viðtali að aukning gjaldeyrisforða væri góð leið til að styrkja krónuna.