Dregur úr vöruskiptahalla

mbl.is

Í maímánuði voru fluttar út vörur fyrir 39,3 milljarða króna og inn fyrir tæpa 39,9 milljarða króna fob (43,8 milljarða króna cif). Vöruskiptin í maí, reiknuð á fob verðmæti, voru því óhagstæð um hálfan milljarð króna. Í maí 2007 voru vöruskiptin óhagstæð um 12,6 milljarða króna á sama gengi.

Fyrstu fimm mánuðina 2008 voru fluttar út vörur fyrir 150,8 milljarða króna en inn fyrir 182,8 milljarða króna fob (199,6 milljarða króna cif). Halli var á vöruskiptunum við útlönd, reiknað á fob verðmæti, sem nam 32 milljörðum en á sama tíma árið áður voru þau óhagstæð um 37,3 milljarða á sama gengi¹. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 5,3 milljörðum króna hagstæðari en á sama tíma árið áður, að því er fram kemur á vef Hagstofu Íslands.

Dregur úr verðmæti útfluttra sjávarafurða

Fyrstu fimm mánuði ársins 2008 var verðmæti vöruútflutnings 2,2 milljörðum eða 1,5% meira á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Útfluttar iðnaðarvörur voru 51,4% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 34,3% meira en árið áður. Sjávarafurðir voru 42,2% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 3,7% minna en á sama tíma árið áður.  Mestur samdráttur varð í útflutningi skipa og flugvéla og sjávarafurða, aðallega frystra flaka, en á móti kom aukning í útflutningi á áli.

Aukið innflutningsverðmæti eldsneytis

Fyrstu fimm mánuði ársins 2008 var verðmæti vöruinnflutnings 3,1 milljarði eða 1,7% minna á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Mestur samdráttur varð í innflutningi á flugvélum og fjárfestingarvöru en á móti kom aukning í innflutningi á hrá- og rekstrarvörum og eldsneyti og smurolíum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka