Norski olíusjóðurinn tútnar út á nýjan leik

Olíuborpallur Statoil á Hvítabjörns-svæðinu í Norðursjó.
Olíuborpallur Statoil á Hvítabjörns-svæðinu í Norðursjó. mbl.is/statoil

Útlitið var ekki gott. Láns­fjár­krepp­an var far­in að bíta og norski ol­íu­sjóður­inn tek­inn að skreppa sam­an eft­ir því sem óveðurs­ský­in hrönnuðust upp yfir mörkuðunum. Hluta­bréf­in stefndu í eina átt, niður á við, og mál manna að það tæki markaðinn að minnsta kosti lung­ann úr ár­inu að rétta úr kútn­um.

Á sama tíma fór heims­markaðsverðið á olíu stig­hækk­andi, úr 68,83 Banda­ríkja­döl­um tunn­an í júní í fyrra í um 140 dali tunn­an nú, og all­ar for­send­ur norska ol­íu­sjóðsins skyndi­lega ger­breytt­ar. Og ekki er verið að spara stóru orðin um olíu­vinnsl­una á Norður­sjó, upp sé runnið gull­ald­ar­skeið í vinnsl­unni og jafn­vel talið að vinn­an­leg­ar olíu­birgðir séu fimmt­ungi meiri en talið hef­ur verið fram að þessu.

Töl­urn­ar tala sínu máli.

Í síðasta mánuði skýrði Åslaug Haga, nokkr­um vik­um áður en hún lét af embætti ráðherra olíu- og orku­mála í norsku stjórn­inni, frá því að heild­ar­tekj­ur rík­is­ins úr ol­íu­geir­an­um á þessu ári væru nú áætlaðar rúm­ir 6.200 millj­arðar króna. Jafn­gild­ir það hátt í sjö­faldri vergri land­fram­leiðslu Íslands á liðnu ári.

Þriðjung­ur tekna norska rík­is­ins í ár mun því koma úr ol­í­unni og er út­litið óneit­an­lega bjart í því ljósi að talið er að Norðmenn hafi gengið á sem nem­ur þriðjung af vinn­an­leg­um jarðefna­eldsneyt­is­birgðum við landið, þar af um helm­ing ol­í­unn­ar.

Verðmætið tug­föld lands­fram­leiðsla Íslands

Ol­íu­sjóður­inn var sett­ur á legg árið 1990 og er al­mennt þekkt­ur und­ir því nafni þótt hann hafi fyr­ir tveim­ur árum verið nefnd­ur upp á nýtt, elli­líf­eyr­is­sjóður­inn Global. Hafa sér­fræðing­ar við eign­a­stýr­ingu sjóðsins spáð því að eign­ir hans verði orðnar ríf­lega 4,3 bill­jón­ir norskra króna í lok árs 2015 og verður heild­ar­upp­hæðin þá far­in að slaga upp í átt­ug­falda verga lands­fram­leiðslu ís­lenska hag­kerf­is­ins, miðað við 2007.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK