Verðbólga mældist 4% í evru-ríkjunum í júní og hefur aldrei verið jafn mikil, samkvæmt frétt frá Hagstofu Evrópu. Skýrist aukin verðbólga einkum af háu matar- og eldsneytisverði. Eru taldar auknar líkur á að Seðlabanki Evrópu hækki stýrivexti á fimmtudag til þess að mæta auknum verðbólguþrýstingi.