Lyfjafyrirtækjum gert að greiða 9,1 milljarð króna í skaðabætur

Höfuðstöðvar GlaxoSmithKline í London.
Höfuðstöðvar GlaxoSmithKline í London. AP

Dómstóll í Alabama ríki í Bandaríkjunum fann tvö lyfjafyrirtæki sek í dag um að hafa svikið ríkið um stórfé með verðsamráði á lyfjum. Þýddi lyfjasamráðið það að félagsleg aðstoð til fátækra í ríkinu varð mun minni en hún hefði annars orðið. Var lyfjafyrirtækjunum gert að greiða Alabama ríki 114 milljónir Bandaríkjadala, tæplega 9,1 milljarð króna í skaðabætur.

Er lyfjafyrirtækinu GlaxoSmithKline gert að greiða 80,8 milljónir dala í skaðabætur og Novartis er gert að greiða 33,7 milljónir dala. Alabama ríki hafði farið fram á allt að 800 milljónir dala í skaðabætur vegna verðsamráðs á lyfseðilsskyldum lyfjum frá árinu 1991 til ársins 2005. 

Eru þetta önnur réttarhöldin þar sem ríki Bandaríkjanna höfða skaðabótamál gegn lyfjafyrirtækjum vegna ólöglegs verðsamráðs. Alls hafa rúmlega 70 lyfjafyrirtæki verið ákærð fyrir slík brot. Í febrúar var  AstraZeneca dæmt til að greiða 160 milljónir dala í skaðabætur í sambærilegu máli og nú var dæmt í.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka