Rót vandans einkavæðing íslensku bankanna

Robert Wade
Robert Wade mbl.is/Golli

Prófessor í stjórnmálahagfræði við London School of Economics, Robert Wade, gagnrýnir í grein sem hann skrifar í Financial Times ýmislegt  á Íslandi. Segir hann að rót þess vanda sem íslenskt efnahagslíf glími nú við nái aftur til þess tíma er bankarnir voru einkavæddir. Það hafi verið gert í flýti og þar hafi stjórnmál ráðið för. Segir Wade að uppi sé orðrómur um að Samfylkingin ætli sér að slíta stjórnarsamstarfinu og boða til nýrra kosninga.

Störfuðu sem vogunarsjóðir

Að sögn Wade, sem þekkir ágætlega til á Íslandi en hann hélt meðal annars erindi á fundi á vegum viðskiptaráðuneytisins sem bar yfirskriftina "Órói á fjármálamörkuðum - Tímabundin ókyrrð eða upphaf samdráttar?" í ágúst í fyrra, færðist eignarhald á bönkunum yfir á einstaklinga tengda stjórnarflokkunum á þeim tíma, Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Stjórnarflokkarnir hafi haft lítið vit á nútíma bankastarfsemi og segir Wade í greininni sem birt er á vef FT, að bankarnir hafi fljótlega færst frá því að vera viðskiptabankar yfir í að verða fjárfestingabankar. Þeir hafi hins vegar haft tryggingar sem viðskiptabankar og því hafi þeir getað tekið mikla áhættu bæði á heimamarkaði sem og erlendis. Þeir hafi starfað sem vogunarsjóðir, fjármagnað sig með erlendu lánsfé í stað innlendrar innlánastarfsemi. 

 Mikill vandi í stjórnarsamstarfinu

Segir Wade að nú sé ríkisstjórn Íslands í miklum vanda og orðrómur sé uppi um að Samfylkingin vilji ljúka stjórnarsamstarfinu og boða til nýrra kosninga. Skoðanakannanir bendi til þess að Sjálfstæðisflokkurinn muni gjalda afhroð ef kosið yrði nú og að Samfylkingin gæti náð nægu fylgi til þess að mynda samstarfsstjórn með einhverjum minni flokkanna.

Grein Roberts Wade á vef FT 


mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK