Skuldatryggingaálag á íslensku bankanna og íslenska ríkið hefur hækkað nokkuð undanfarnar vikur. Álagið er nú á bilinu 775 og 825 punktar (7,75 til 8,25 prósent) á Kaupþing, 750 til 800 á Glitni og 500 til 550 á Landsbankann. Álag á íslenska ríkið mælist nú um 300. Fyrir um mánuði síðan var álagið um 200 til 300 punktum lægra á alla bankanna og um 150 til 200 punktum lægra á íslenska ríkið.
Skuldatryggingaálag er álag ofan á grunnvexti skuldabréfs sem mælir hvað það kostar fjárfesta að kaupa vátryggingu gegn því að útgefandi skuldabréfs geti staðið við skuldbindingar sínar.