Skuldatryggingaálag hækkar enn

mbl.is

Skuldatryggingaálag á íslensku bankanna og íslenska ríkið hefur hækkað nokkuð undanfarnar vikur. Álagið er nú á bilinu 775 og 825 punktar (7,75 til 8,25 prósent) á Kaupþing, 750 til 800 á Glitni og 500 til 550 á Landsbankann. Álag á íslenska ríkið mælist nú um 300. Fyrir um mánuði síðan var álagið um 200 til 300 punktum lægra á alla bankanna og um 150 til 200 punktum lægra á íslenska ríkið.

Skuldatryggingaálag er álag ofan á grunnvexti skuldabréfs sem mælir hvað það kostar fjárfesta að kaupa vátryggingu gegn því að útgefandi skuldabréfs geti staðið við skuldbindingar sínar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK