250 sagt upp hjá L.A. Times

Bandaríska dagblaðið The Los Angeles Times hefur tilkynnt um uppsagnir 250 starfsmanna víðsvegar um landið. Uppsagnirnar eru liður í sparnaðaraðgerðum blaðsins.

Að þeim sem munu missa störf sín verða 150 blaðamenn. Þá mun blaðsíðuskiptingin minnka um 15%. Ritstjóri blaðsins, Russ Stanton, sagði í tilkynningu til starfsmanna að uppsagnirnar væru einnig afleiðingar netvæðingarinnar. „Þökk sé netinu höfum við fleiri lesendur en nokkru sinni áður. En einnig þökk sé netinu hafa auglýsendur okkar um fleiri kosti að velja, og við höfum úr minni peningi að spila,“ sagði Stanton.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK