Byr kannar kosti hlutafjárvæðingar - Betri fjármögnunarkjör helsta ástæða

Mbl.is/Brynjar Gauti

Stjórn Byrs er að kanna kosti þess og galla að rekstrarformi sparisjóðsins verði breytt í hlutafélag, m.a. með hagstæðara aðgengi hans að fjármagni fyrir augum. Þetta kemur fram í tilkynnningu frá Byr.


Kostur á hagstæðari fjármögnun
Auk þess sem hlutafélög eru mun algengara rekstrarform um heim allan en það sem sparisjóðir byggja á, lúta þau almennt gagnsæjum og auðskildum stjórnvaldsreglum. Af þessum sökum hefur verið unnt að fjármagna rekstur hlutafélaga á betri kjörum en sparisjóðum stendur til boða.
 
Brýnt hagsmunamál fyrir Byr
Byr sameinar nú starfsemi fjögurra sparisjóða og hefur verið unnið markvisst að því að sú sameining skili sér í sterkari stöðu Byrs í sífellt harðari samkeppni á fjármálamarkaði. Sé það reyndin að hlutafélagaformið geti styrkt enn frekar samkeppnisstöðu fyrirtækisins, er augljóslega um afar brýnt hagsmunamál að ræða fyrir Byr.
 
Hlutafélagaformið fýsilegast
Í kjölfar aðalfundar Byrs í apríl sl. var ákveðið að fela hópi sérfræðinga að kanna til hlítar fýsileika hlutafjárvæðingar. Sérfræðingahópurinn, sem starfaði undir forystu Jóns Kr. Sólnes, hrl., hefur skilað því áliti sínu til stjórnarinnar, að kostir hlutafjárvæðingar séu fleiri en gallar, en auk hagstæðari fjármögnunar er í niðurstöðum hans m.a. bent á stöðu hlutabréfa sem vænlegri fjárfestingarkost en stofnfé.
 
 
Í skjóli þessa brýna undirbúningsstarfs, virðast hafa sprottið upp fjölmiðlafregnir um fyrirhugaðan samruna Byrs við aðrar fjármálastofnanir. Slíkar fregnir eiga ekki við nein rök að styðjast og harmar stjórn Byrs þessa þróun mála.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK