Olían hækkar og hækkar í verði

Reuters

Verð á hráolíu hefur haldist yfir 144 dölum tunnan í rafrænum viðskiptum á NYMEX markaðnum í New York í nótt og í morgun. Í gær var lokaverðið 143,57 dalir tunnan sem er hæsta lokagildi hráolíu á NYMEX. Nam hækkun dagsins í gær 2,60 dölum tunnan. Á olíumarkaði í Lundúnum í morgun fór verð á Brent Norðursjávarolíu hæst í 145,75 dali tunnan.

Helstu skýringar á hækkun olíuverðs nú eru upplýsingar sem birtar voru í gær um að olíubirgðir í Bandaríkjunum væru minni heldur en talið var. Búast má við mikilli eldsneytisnotkun á næstu dögum enda þjóðhátíðardagur Bandaríkjanna á morgun.

Jafnframt óttast margir að  samskipti Írana og vesturveldanna eigi eftir að versna. 

Síðar í dag mun bankastjórn Seðlabanka Evrópu kynna stýrivaxtaákvörðun sína og er ekki talið ólíklegt að þeir muni hækka vegna aukins verðbólguþrýstings. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK