Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum í 15,5% og er það í takt við væntingar greiningardeildir viðskiptabankanna þriggja. Deildirnar telja líklegt að vaxtalækkun hefjist í nóvember. Bankinn hækkaði stýrivexti síðast þann 10. apríl sl. um 0,50%, en auk þess hækkaði bankinn stýrivexti um 1,25% á auka vaxtaákvörðunardegi í mars. Er það mesta hækkun stýrivaxta síðan núverandi fyrirkomulag peningamála var tekið upp.
Klukkan 11 fer fram vefútsending þar sem færð verða rök fyrir vaxtaákvörðun og efni Peningamála kynnt. Næsti ákvörðunardagar vaxta Seðlabanka Íslands er 11. september nk.