Times: Gaumur að kaupa starfsemi Baugs á Íslandi

Baugur
Baugur

Gaumur, eignarhaldsfélag Jóhannesar Jónssonar og fjölskyldu, mun í vikunni kaupa starfsemi Baugs á Íslandi á sama tíma og tilkynnt verður um flutning Baugs Group til Bretlands. Þetta kemur fram á vef breska dagblaðsins Times í dag.

Í frétt Times kemur fram að Baugur muni meðal annars selja Gaumi lágvörukeðjuna Bónus, sem lagði grunninn að Baugi fyrir tæpum tuttugu árum. Jafnframt mun Gaumur yfirtaka aðra starfsemi Baugs á Íslandi. Á vef Times er talað um að þetta séu mikil tímamót fyrir Baug en ákvörðun um þetta sé tekin vegna dóms Hæstaréttar yfir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, starfandi stjórnarformanni Baugs og eins eiganda Gaums, sem gerir það að verkum að hann verður að fara úr stjórnum félaga á Íslandi.

Frétt Times í heild
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka