Verð á olíu daðrar við 145 dali tunnan

Olíuverð hækkar nú dag frá degi
Olíuverð hækkar nú dag frá degi Reuters

Verð á hráolíu til afhendingar í ágúst er nú 144,08 dalir tunnan í rafrænum viðskiptum á NYMEX markaðnum í New York. Fyrr í dag fór verðið hæst í 145,85 dali tunnan sem er enn eitt metið sem fellur á olíumarkaði þessa dagana. Lækkaði verðið aftur þar sem ekki er minnst á frekari stýrivaxtahækkanir hjá Seðlabanka Evrópu sem hækkaði vexti um 0,25% í dag og að hlutfall atvinnulausra hélst óbreytt í Bandaríkjunum.

Olíuverð hækkaði hressilega í morgun þar sem olíumálaráðherra Sádí-Arabíu, greindi frá því að engin ástæða sé til þess að auka olíuframleiðslu í landinu. Eins valda deilur Írana og vesturveldanna skjálfta meðal olíuspákaupmanna. 

Verð á hráolíu hefur nú hækkað um rúmlega 50% frá ársbyrjun þegar verð á tunnunni var 96 dalir. 

Í Lundúnum fór verð á Brent Norðursjávarolíu í 146,69 dali tunnan í morgun en stendur nú í 144,68 dölum tunnan.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK