Olíufélög í Bandaríkjunum hafa tekið upp þá nýbreytni að gefa viðskiptavinum sínum kost á að kaupa bensín á verði dagsins í dag langt fram í tímann. Fólk fær þá bensínið á verði dagsins og kaupir margar fyllingar á bílinn í einu, sem eru svo sóttar á bensínstöðvar eftir þörfum. Í öðrum löndum er verið að kanna möguleika á að bjóða slíkt.
Hér á landi virkar hugmyndin framandi á talsmenn olíufélaganna sem sjá séríslenska vankanta á hugmyndinni um slík tilboð. Ekki sé auðvelt að bjóða tilboð á verði dagsins í efnahagsástandi því sem hér ríki. Ekki aðeins sé þróun heimsmarkaðsverðs öll á sömu leið heldur bætist gengislækkanir íslensku krónunnar þar á ofan.