Fasteignamarkaður heldur áfram á sömu braut og undanfarna mánuði og stórlega dregur úr veltu milli mánaða. Þinglýstir kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu í júní voru 208 talsins, samkvæmt Fasteignamati Ríkisins, en það jafngildir tæplega 80% samdrætti milli ára.
Hins vegar var mikill gangur á fasteignamarkaði framan af sumri í fyrra, eða um 1.033 í júní miðað við 717 sem er meðaltal undanfarinna sjö ára., að því er segir í Hálf fimm fréttum Kaupþings.
„ Á þann mælikvarða er samdrátturinn því nokkru minni. Fasteignaverð hækkaði lítillega í maí eftir að hafa lækkað þar á undan þrjá mánuði í röð. Miðað við umsvif á fasteignamarkaði má gera ráð fyrir að lækkunarferli haldi áfram en Greiningardeild Kaupþings hefur gert ráð fyrir nafnverðslækkunum milli ára á síðari hluta árs."