Hráolía lækkar í verði

Reuters

Verð á hráolíu lækkaði um rúman dal tunnan í dag eftir að hafa sett nýtt met í gær. Skýrist lækkun dagsins af vonum um að kjarnorkudeila Írana og vesturveldanna eigi eftir að leysast á friðsaman hátt og ekkert verði úr innrás Bandaríkjanna og Ísraela inn í annað stærsta olíuframleiðsluríki innan OPEC, líkt og margir höfðu óttast að stæði til.

Verð á hráolíu til afhendingar í ágúst lækkaði um 1,19 dölum tunnan í 144,10 dali í rafrænum viðskiptum á NYMEX markaðnum í New York. NYMEX er lokaður í dag vegna þjóðhátíðardags Bandaríkjanna líkt og Kauphöllin í New York.

Verð á hráolíu var við lokun NYMEX í gærkvöldi 145,29 dalir tunnan og hefur lokaverð á hráolíu aldrei verið jafn hátt. 

Í Lundúnum lækkaði verð á Brent Norðursjávarolíu um 1,15 dali tunnan í 144,93 dali. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK